Fara í efni

Helstu tölur ársins

Hér má sjá nokkrar tölur úr starfseminu á árinu á þægilegan hátt

m.kr.
rekstrarniðurstaða
m.kr.
greiðslur til félagsmanna
félagsmenn
iðgjaldagreiðendur
hús og íbúðir

 

LYKILTÖLUR 2024 2023
TEKJUR    
Félagsgjöld/iðgjöld 318.972.555 293.588.951
Sjúkrasjóðsgjöld 324.452.913 299.927.757
Orlofssjóðsgjöld 134.641.911 123.556.191
Húsaleiga 58.186.145 61.414.446
Aðrar tekjur 17.128.285 75.384.605
Samtals tekjur 853.381.809 853.871.950
Gjöld    
Greiðslur til félagsmanna 299.823.026 275.845.260
Rekstur og viðhald fasteigna 136.524.354 114.614.748
Laun, rekstrarkostnaður og afskriftir 359.479.025 435.424.715
Samtals gjöld 795.826.405 825.884.723
Fjármagnsliðir 12.379.248 8.394.981
Hreinar tekjur til ráðstöfunar 69.934.652 36.382.208

Ýmsar tölulegar upplýsingar

Helstu styrkir úr félagssjóði

  • Velferðarsjóðurinn í Eyjafirði kr. 1.200.000

Almenn starfsemi og þjónusta, fjöldi.

  • Starfsmenntastyrkir - 1.202
  • Styrkir úr sjúkrasjóði - 3.999 (1.842 félagar)
  • Orlofshús, leigur - 1.428
  • Orlof að eigin vali - 275
  • Orlofsferðir - 117
  • Leiksýning - 89

 

 

Sjúkrasjóður

2024

2023

Fjöldi

Upphæð

Fjöldi

Upphæð

Fjárveitingar úr sjúkrasjóði

félaga

styrkja

 

félaga

styrkja

 

Dagpeningar

262 681 240.152.362

240

597

204.981.799

Útfararstyrkir

5 5 1.574.500

10

10

3.150.000

Bætur samtals

267 686 241.726.862 250

607

208.131.799

Styrkir til félagsmanna

     

 

 

 

Sjúkraþjálfun og sjúkranudd

538 1.068 15.404.011

560

1.065

16.351.459

Heilsuefling

995 1.237 20.774.481

934

1.156

19.337.867

Aðrir styrkir

672 1.016 21.917.672

722

1.011

22.453.726

Styrkir til sjóðsfélaga samtals

2.205 3.321 58.096.164 2.216

3.232

58.143.052

Bætur og styrkir til félagsmanna úr sjúkrasjóði

2.472 3.999 299.823.023 2.466

3.839

266.274.851

Greiðslur til félagsmanna

 
Ársskýrsla

 

 
Ársskýrsla

 

Orlofsmál

Félagsmenn þurfa að fara á Mínar síður Einingar-Iðju til að sækja um fyrir sumarvertíðina eða til að panta orlofseignir yfir veturinn. Þar inni er jafnframt gengið frá greiðslu. Í vefverslun þar inni er/verður einnig hægt að kaupa Veiðikortið og Útilegukortið.

Ferðir
Árið 2024 var boðið upp á þrjár ferðir fyrir félagsmenn, en mjög vond veðurspá kom í veg fyrir dagsferð sem fara átti í Kerlingafjöll 24. ágúst.

Ferðanefnd félagsins ákvað á fundi árið 2024 að bjóða upp á utanlandsferð annað hvort ár og verður næsta utanlandsferð í boði á árinu 2026. Jafnframt var ákveðið að það ár sem ekki verður boðið upp á utanlandsferð að þá verði boðið upp á veglegri "Fjallaferð."

Leikhúsferð fyrir lífeyrisþega

Í mars bauð félagið félagsmönnum sem eru lífeyrisþegar á farsakennda söngleikinn Epli og eikur sem Leikfélag Hörgdæla sýndi á Melum.  Tæplega 90 félagsmenn og makar þáðu boðið og skelltu sér á sýninguna sem var hin besta skemmtun. Fyrir sýningu var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð í Þelamerkurskóla.

„Orlof að eigin vali“

275 styrkjum var úthlutað til félagsmanna á árinu 2024, hver að upphæð kr. 27.000. Sótt er um þennan styrk á sama hátt og tíma og þegar sótt er um orlofshús.

Orlofshús og orlofsíbúðir

Félagið á núna 22 orlofshús og sex orlofsíbúðir, auk þriggja sjúkraíbúða. Auk húsa og íbúða sem eru í eigu félagsins vorum við með orlofsbústaði víðsvegar um landið í skiptum fyrir orlofshús á Illugastöðum auk leigubústaða.

Fyrirtækið Sólar ehf. hefur umsjón á íbúðum félagsins á höfuðborgarsvæðinu. Leigjandi þarf ekki að þrífa íbúðina eftir leigutíma, en auðvitað þarf að skila henni full frágenginni og snyrtilegri. Vert er að minnast á að um helmingur af leigutekjum félagsins af íbúðunum fer í greiðslur fyrir umsjón og þrif á þeim.

Félagsmenn þurfa sjálfir að þrífa orlofshús félagsins áður en þeim er skilað. Orlofshúsin eru sameign okkar allra og er nauðsynlegt að við sameinumst um að ganga um þau með því hugarfari. Mikilvægt er að hafa það að leiðarljósi að skilja við þau eins og þið viljið koma að þeim. Verði vanhöld á þrifum, að mati umsjónarmanns á viðkomandi svæði, má búast við að leigutaki þurfi að borga þrifagjald.

Fræðslumál

1.202 félagsmenn, 677 konur og 525 karlar, fengu einstaklingsstyrki úr sjóðunum á árinu 2024. Þetta er aukning um 148 félagsmenn frá árinu áður. Upphæðin sem greidd var hækkaði um tæpar 2 milljónir milli ára og var kr. 74.151.331.

Hvaða námskeið eða nám er um að ræða?

 

Aldursdreifing styrkþega

 

Hverjir sóttu námskeiðin?

Íslenska fyrir útlendinga

 

 

17-20 ára

201

 

Almenni markaðurinn

684

Tungumálanám

 

 

21-30 ára

543

 

Sveitarfélög

481

Framhaldsskóli

 

 

31-40 ára

281

 

Ríkið

37

Háskólanám

 

 

41-50 ára

102

 

 

 

Tómstundanám

 

 

51-60 ára

46

 

 

 

Starfstengt nám/námskeið

 

 

61-70 ára

25

 

 

 

Almenn ökuréttindi

 

 

 

 

 

 

 

Sjálfstyrkingarnámskeið

 

 

 

 

 

 

 

Náms- og kynnisferðir

 

 

 

 

 

 

 

Annað

 

 

 

 

 

 

 

Aðalbjörg G. Hauksdóttir veitir allar upplýsingar og er tengiliður við starfsmenntasjóðina þrjá sem félagið er aðili að, Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt. Hún hefur einnig umsjón með félagslegri fræðslu. Tryggvi Jóhannsson sér um starfs- og tómstundanámskeið félagsins. Ef félagsmenn fá hugmynd af einhverskonar námskeiði þá má endilega heyra í honum Tryggva.

Skil á gögnum - Rafrænar umsóknir á Mínum síðum
Umsóknir og gögn þurfa að hafa borist til félagsins í síðasta lagi 24. hvers mánaðar til að viðkomandi félagsmaður fái borgað út um næstu mánaðamót. Sérstakur umsóknarfrestur er í febrúar og desember og er það auglýst sérstaklega.

Einfalt er að sækja um og skila gögnum í gegnum Mínar síður félagsins. Félagsmenn geta líka séð hve mikinn rétt þeir eiga til helstu styrkja, hversu mikið þeir eru búnir að fá frá félaginu og einnig hve mikinn rétt þeir eiga eftir.

Vert er að minna á samstarfssamning sem félagið er með við SÍMEY með það að markmiði að skapa enn fleiri möguleika fyrir félagsmenn til að sækja sér fræðslu og auka við starfstengda hæfni sína. SÍMEY sér einnig um dyravarðanámskeið sem félagið hafði séð um í áratugi.

SÍMEY býður upp á fjöldamörg námskeið sem eru bæði starfstengd og tengd áhugamálum hvers og eins. Áhugasamir geta kíkt á www.simey.is til að sjá framboð námskeiða.

Endurgreiðsluhlutfall fræðslustyrkja