Fara í efni

Áritun óháðs endurskoðanda

Til stjórnar og félagsmanna í Einingu-Iðju

Álit
Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Einingar- Iðju fyrir árið 2024. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um helstu reikningsskila-aðferðir og aðrar skýringar.
Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2024, efnahag þess 31. desember 2024 og breytingu á handbæru fé á árinu 2024, í samræmi við lög um ársreikninga. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Grundvöllur fyrir áliti
Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð endurskoðenda hér að neðan. Við erum óháð Einingu-Iðju. Í samræmi við settar siðareglur fyrir endurskoðendur á Íslandi og höfum við uppfyllt ákvæði þeirra. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Óhæði
Við erum óháð Einingu-Iðju. Í samræmi við settar siðareglur fyrir endurskoðendur á Íslandi og höfum við uppfyllt ákvæði þeirra.

Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikningnum
Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Stjórn og framkvæmdastjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.
Við gerð ársreikningsins eru stjórn og framkvæmdastjóri ábyrg fyrir því að meta rekstrarhæfi Einingar-Iðju. Ef við á skulu stjórn og framkvæmdastjóri setja fram viðeigandi skýringar um rekstrarhæfi og hvers vegna var ákveðið að beita forsendunni um rekstrarhæfi við gerð og framsetningu ársreikningsins, nema stjórn og framkvæmdastjóri hafi ákveðið að leysa félagið upp eða hætta starfsemi, eða hafa enga aðra raunhæfa möguleika en að gera það.
Stjórn skal hafa eftirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins.

Ábyrgð endurskoðenda á endurskoðun ársreikningsins
Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka og gefa út áritun sem felur í sér álit okkar. Nægjanleg vissa er mikil vissa, en ekki trygging þess að endurskoðun framkvæmd í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjur geta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar verulegar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notenda ársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar.
Endurskoðun okkar í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla byggir á faglegri dómgreind og beitum við faglegri tortryggni í gegnum endurskoðunina. Við framkvæmum einnig eftirfarandi:

  • Greinum og metum hættuna á verulegri skekkju í ársreikningnum, hvort sem er vegna mistaka eða sviksemi, hönnum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeim hættum og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að byggja álit okkar á. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, skjalafals, misvísandi framsetningu ársreiknings, að einhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé framhjá innri eftirlitsaðgerðum. 
  • Öflum skilnings á innra eftirliti sem snertir endurskoðunina, í þeim tilgangi að hanna viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki í þeim tilgangi að veita álit á virkni innra eftirlits félagsins.
  • Metum hvort reikningsskilaaðferðir sem notaðar eru, og tengdar skýringar, séu viðeigandi og hvort reikningslegt mat stjórnenda sé raunhæft.
  • Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um rekstrarhæfi og metum á grundvelli endurskoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum ársreikningsins í áritun okkar. Ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi þurfum við að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni valdið óvissu um rekstrarhæfi félagsins.
  • Metum í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum, metum framsetningu, uppbyggingu, innihald og þar með talið skýringar með tilliti til glöggrar myndar.

Okkur ber skylda til að upplýsa stjórn meðal annars um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar og veruleg atriði sem komu upp í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirliti sem komu fram í endurskoðuninni, ef við á.

Áritun vegna annarra ákvæða, laga og reglna
Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu stjórnar eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum.

Akureyri, 22. apríl 2025
Enor ehf., Hafnarstræti 53, 600 Akureyri

Davíð Búi Halldórsson
löggiltur endurskoðandi

Áritun skoðunarmanna

Við undirritaðir félagskjörnir skoðunarmenn höfum yfirfarið reikninga Einingar-Iðju reikningsárið 2024.

Við höfum ekkert við þá að athuga og leggjum til að þeir verði samþykktir.

Akureyri 14. apríl 2025

Hrafnhildur Ása Einarsdóttir

Axel Vatnsdal Pálsson

Skýrsla stjórnar

Stéttarfélagið Eining-Iðja var stofnað þann 15 . maí 1999. Félagið var stofnað við sameiningu Verkalýðsfélags Einingar og Iðju félags verksmiðjufólks. Á árinu 2008 sameinaðist almenna deild Vöku á Siglufirði Einingu-Iðju. Fullgildir félagsmenn í árslok 2024 voru 7.466.

Starfsemin á árinu

Starfsemin á árinu var með svipuðu sniði og árið áður.

  Heildartekjur 867.007.819
  Heildargjöld (797.073.167)
  Tekjuafgangur 69.934.652

Laun formanns félagsins námu á árinu 2024 kr. 16.111.091 og laun stjórnar kr. 5.240.214.

Staðfesting ársreikningsins

Stjórn Einingar-Iðju staðfestir hér með ársreikning félagsins fyrir árið 204 með áritun sinni.

Akureyri, 14. apríl 2025

Anna Júlíusdóttir, formaður
Tryggvi Jóhannsson, varaformaður
Gunnar Magnússon, ritari
Pálmi Þorgeir Jóhannsson, meðstjórnandi
Baldvin Hreinn Eiðsson, formaður Matvæla- og þjónustudeildar
Guðbjörg Helga Andrésdóttir, formaður Opinberu deildar
Ingvar Kristjánsson, formaður Iðnaðar- og tækjadeildar
Bethsaida Rún Arnarson, varaformaður Matvæla- og þjónustudeildar
Ingibjörg María Ingvadóttir, varaformaður Opinberu deildar
Svavar Magnússon, varaformaður Iðnaðar- og tækjadeildar
Ólöf Margrét Ingimundardóttir, svæðisfulltrúi Fjallabyggðar
Róbert Þorsteinsson, svæðisfulltrúi Grýtubakkahrepps
Sigríður Þórunn Jósepsdóttir, svæðisfulltrúi Hríseyjar og Dalvíkurbyggðar

 

Yfirlit um rekstrarafkomu 2024

2024

2023

Afkoma fyrir fjármagnstekjur og gjöld

Félagssjóður

90.790.378

38.028.272

Sjúkrasjóður

( 1.672.476)

11.277.701

Orlofssjóður

3.461.457

16.637.382

Vinnudeilusjóður

( 24.405.601)

(24.298.633)

Fræðslusjóður

( 14.262.400)

(12.478.396)

Byggingarsjóður

3.644.046

(1.179.099)

 

57.555.404

27.987.227

Afkoma ársins

 

Félagssjóður

42.251.444

5.320.131

Sjúkrasjóður

7.850.390

21.154.122

Orlofssjóður

969.582

2.399.874

Vinnudeilusjóður

22.128.354

16.620.320

Fræðslusjóður

581.163

368.881

Byggingarsjóður

(3.846.281)

(9.481.120)

 

69.934.652

36.382.208

Yfirlit um efnahag 31. desember 2024

 

31.12.2024

31.12.2023

Eignir

 

 

Félagssjóður

1.175.561.486

1.036.682.096

Sjúkrasjóður

214.162.075

206.311.685

Orlofssjóður

868.296.410

808.680.042

Vinnudeilusjóður

600.687.982

578.559.628

Fræðslusjóður

4.091.147

3.509.984

Byggingarsjóður

183.399.376

191.128.286

Kröfur/skuldir milli sjóða

(1.492.850.217)

(1.481.583.012)

 

1.553.348.259

1.343.288.709

Eigið fé

 

 

Félagssjóður

253.877.491

209.896.471

Sjúkrasjóður

214.162.075

206.311.685

Orlofssjóður

260.819.306

186.093.505

Vinnudeilusjóður

600.687.982

578.559.628

Fræðslusjóður

4.091.147

3.509.984

Byggingarsjóður

8.208.324

12.054.605

 

1.341.846.325

1.196.425.878

Skuldir

 

 

Félagssjóður

921.683.995

826.785.625

Orlofssjóður

607.477.104

622.586.537

Byggingarsjóður

175.191.052

179.073.681

Kröfur/skuldir milli sjóða

(1.492.850.217)

(1.481.583.012)

 

211.501.934

146.862.831

Eigið fé og skuldir samtals

1.553.348.259

1.343.288.709

Skýringar

1. Almennar upplýsingar

Eining-Iðja er stéttarfélag sem starfar á grundvelli laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og laga félagsins frá árinu 2024. Starfstöðvar félagsins eru á Akureyri, Dalvík og Fjallabyggð þar sem það rekur þjónustuskrifstofur fyrir félagsmenn.

1.1 Yfirlit um helstu reikningsskilaaðferðir

Grundvöllur reikningsskila
Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Gerð er grein fyrir helstu reikningsskilaaðferðum, sem í meginatriðum eru þær sömu og árið á undan, að öðru leyti en því sem fram kemur hér á eftir. Við gerð reikningsskilanna þurfa stjórnendur að meta ýmis atriði og gefa sér forsendur um mat á eignum, skuldum, tekjum og gjöldum. Þó svo möt þessi séu samkvæmt bestu vitund stjórnenda geta raunveruleg verðmæti þeirra liða sem þannig eru metnir reynst önnur en niðurstaða samkvæmt matinu.

Innlausn tekna
Iðgjöld eru færð til tekna miðað við innsendar skilagreinar.

Aðrar rekstrartekjur
Söluhagnaður af varanlegum rekstrarfjármunumer reiknaður sem mismunur á söluverði og bókfærðu verði á viðskiptadegi.

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
Vaxtatekjur eru tekjufærðar miðað við upphaflega ávöxtunarkröfu skuldabréfaeignar og áfallnar vaxtatekjur vegna bankainnistæðna og viðskiptakrafna eru tekjufærðar nema vafi leiki á um innheimtu þeirra.

Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir
Varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir á kostnaðarverði að frádregnum afskriftum.

Afskriftir eru færðar á kerfisbundinn hátt á áætluðum endingartíma eigna að teknu tillits til áætlaðs hrakvirðis. Afskriftaraðferðir, endingartími og áætlað hrakvirði er metið að minnsta kosti árlega.

Innréttingar og búnaður ................................................................................................... 20%

Orlofshús og fasteign Skipagötu ...................................................................................... 2-4%

Kostnaður vegna viðhalds er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar hann verður til. Kostnaður við meiriháttar endurbætur á varanlegum rekstrarfjármunum er eignfærður þegar endurbæturnar hafa í för með sér að eignir verði hæfari til tekjuöflunar eða nýtingartími verður lengri. Endurbæturnar eru afskrifaðar á áætluðum endingartíma viðkomandi eigna. Endurbætur orlofshúsa á orlofssvæðum eru færðar á eigið fé og endurmatshækkun ársins á móti.

Aðrar eignir, langtímakröfur og áhættufjármunir
Eignarhlutir í orlofsbyggðum er bókfærður, sem hlutfall félagsins í eigin fé viðkomandi orlofsbyggðar. Hlutabréf eru metin á gangverði eða kostnaðarverði. Bundnar bankainnistæður eru flokkaðar með langtímakröfum þegar þær eru bundnar til lengri tíma en 12 mánaða.

Iðgjöld
Iðgjöld eru færð til tekna á grundvelli skilagreina sem félaginu berast frá launagreiðendum og útistandandi iðgjöld færð sem kröfur um áramót.

Handbært fé
Handbært fé og jafngildi þess eru færð í efnahagsreikning á kostnaðarverði. Handbært fé samkvæmt sjóðstreymi samanstendur af sjóði, óbundnum bankainnstæðum og fjárvörslureikningum.

 

2. Annar rekstrarkostnaður

2024

2023

Launakostnaður vegna stjórnar og nefnda 8.977.405 8.272.635
Funda- ferða-, móttöku- og auglýsingakostnaður 11.714.632 13.050.600
Endurskoðun, reikningsskil og sérfræðiaðstoð 3.269.545 2.266.412
Kerfisleiga og heimasíða 11.740.589 8.575.833
Þróunarkostnaður hugbúnaðar  5.324.301 34.871.493
Félagsblað  155.556 6.721.853
Framlag 1. maí 1.858.000 1.474.448
Skrifstofu og ráðningakostnaður  968.984 1.895.778
Áprentaðir munir til félagsmanna 758.348 941.000
Launa- og viðhorfskönnun  3.473.369 3.603.501
Styrkir til menningar- og líknarmál og gjafir  3.610.732 4.514.700
Svæðisráð, starfsgreinadeildir og verkefnastjórnun á Norðurlandi 1.745.665 3.305.629
Viðhald og endurnýjun áhalda  1.987.077 2.439.433
Innheimtukostnaður 2.557.614 2.434.050
Lögfræðikostnaður  3.823.196 10.742.460
Námskeið stjórnar og starfsmanna  841.800 2.037.744
Niðurfærðar kröfur/iðgjöld, breyting  1.551.231 472.713
Ýmis annar kostnaður 2.222.848 2.634.258
  66.580.892 110.254.540

 

3. Kostnaðarþáttaka sjóða

2024 2023
Framlag félagssjóðs 125.199.587 118.379.198
Framlag sjúkrasjóðs 18.909.162 18.233.029
Framlag orlofssjóðs 28.586.054 27.563.905
Framlag vinnudeilusjóðs 21.167.387 20.410.507
Framlag fræðslusjóðs 15.324.680 14.776.717
Framlag byggingarsjóðs 5.734.753 5.529.696
  214.921.623 204.893.052

Kostnaði við rekstur skirfstofu, launum og öðrum kostnaði er skipt út frá mati á hvernig vinnutími starfsmanna skiptist á einstaka sjóði félagsins. Þetta mat er endurmetið raglulega af stjórnendum fálagsins.

4. Sjúkrasjóðsgreiðslur til félagsmanna

2024

2023

Sjúkraagpeningar

240.152.362 204.981.799

Útfararstyrkir

1.574.500 3.150.000

Sjúkraþjálfun/nudd

15.404.011 16.351.459

Líkamsrækt

20.774.481 19.337.867

Aðrir styrkir

21.917.672 22.453.726

 

299.823.026 266.274.851

 

5. Annar rekstrarkostnaður sjúkrasjóðs

2024

2023

Endurskoðun, reikningsskil og sérfræðiaðstoð

3.555.487 1.563.478

Innheimtukostnaður

2.286.483 2.176.017

Niðurfærð iðgjöld, breyting

1.551.231 402.681

 

7.393.201 4.142.176

 

6. Orlofshús, orlofsbyggðir og orlofsstyrkir

2024

2023

Rekstrarfélög orlofshúsa

65.779.635 60.157.636

Orlof að eigin vali, orlofsferðir og niðurgeiðsla frístundamiða

5.932.031 8.694.129

Rekstur íbúða á Höfuðborgarsvæðinu

41.732.001 26.300.111

Leiguhús og íbúðir

5.108.380 5.732.470

Sumarhús Tjarnargerði

4.221.202 3.234.965

Rekstur Húsafell – Brekkuskógur 2

1.434.043 164.979

 

124.207.292 104.284.290

 

7. Annar rekstrarkostnaður orlofssjóðs

2024

2023

Endurskoðun, reikningsskil og sérfræðiaðstoð

722.931 501.128

Ýmiss kostnaður

86.815 128.576

Innheimtukostnaður

667.404 635.160

Niðurfærð iðgjöld, breyting

387.808 109.424

 

1.864.958 1.374.288

 

8. Eignarhlutir

   

Eignarhlutir sundurliðast þannig:

Bókfært verð

Nafnverð

Alþýðuhúsið, húsfélag

3.566.216 3.566.216

Sparisjóður Höfðhverfinga hf.

11.972.404 11.972.404

Sparisjóður Höfðhverfinga ses.

864.788 864.788

Félagakerfið Tótal ehf.

10.500.000 5.133.778

 

26.903.408 21.537.186

 

9. Útistandandi iðgjöld og viðskiptakröfur

 

 

Útistandandi kröfur greinast þannig:

31.12.2024

31.12.2023

Útistandandi kröfur

98.064.105

101.811.093

Niðurfærsla

(4.777.523)

(4.163.827)

 

93.286.582

97.647.266

Skipting á sjóði:

 

 

Félagssjóður

65.320.992

68.474.241

Sjúkrasjóður

20.330.411

21.344.196

Orlofssjóður

7.635.179

7.828.829

 

93.286.582

97.647.266

Niðurfærsla iðgjalda er færð til þess að mæta almennri áhættu sem fylgir kröfueign félagsins. Niðurfærslan er byggð á mati stjórnenda og reynslu fyrri ára. Hér er ekki um endanlega afskrift að ræða heldur niðurfærslureikning, sem mæta á þeim kröfum sem kunna að tapast og er hann dreginn frá eignfærðum viðskiptakröfum í efnahagsreikningi.

 

10. Varanlegir rekstrarfjármunir

Varanlegir rekstrarfjármunir, endurmat þeirra og afskriftir greinast þannig:

Félagssjóður

Orlofssjóður

Byggingasjóður

Samtals

Innréttingar

Fasteignir

Innbú

Fasteignir

Innbú

 

Heildarverð 1/1

24.187.722 786.125.248 31.646.838 317.967.288 9.257.720 1.169.184.816

Endurmat á árinu

0 62.200.000 0 0 0 62.200.000

Heildarverð 31/12

24.187.722 848.325.248 31.646.838 317.967.288 9.257.720 1.231.384.816

Afskrifað 1/1

20.869.741 58.094.298 18.579.202 127.764.774 8.331.948 233.639.963

Afskrifað á árinu

652.471 10.349.037 2.598.239 7.728.911 0 21.328.658

Afskrifað alls 31/12

21.522.212 68.443.335 21.177.441 135.493.685 8.331.948 254.968.621

Bókfært verð samtals

2.665.510 779.881.913 10.469.397 182.473.603 925.772 976.416.195

Fasteignir félagsins í árslok 2024 voru eftirtaldar, í þúsundum króna:

Fasteignamat

Brunabótamat

Bókfært verð

Húseignin Skipagata 14

160.233 354.410 137.051

Álalind 2, 5 íbúðir

383.050 325.850 209.158

íbúð Ásholt 2, 2 íbúðir

139.550 95.680 28.097

Sóltúni 30, 2 íbúðir

136.050 81.250 79.476

Orlofshús Illugastöðum

257.250 396.000 257.250

Orlofshús Einarsstöðum

96.000 126.400 96.000

Orlofshús Svignaskarði

36.250 45.950 36.250

Orlofshús Flókalundi

12.050 18.050 12.050

Orlofshús Tjarnargerði

52.600 51.890 8.534

Orlofshúss Húsafelli

51.200 49.600 53.065

Eyrargata 24b

14.100 69.300 34.417

Hafnarbraut 5

6.630 23.400 11.006

1.344.963 1.637.780 962.356

 

11. Eigið fé

Yfirlit um breytingar á hreinni eign:

Sjóðir:

Félags

Sjúkra

Orlofs

Vinnudeilu

Fræðslu

Byggingar

Samtals

Eigið fé 1/1

209.896.471 206.311.685 186.093.505 578.559.628 3.509.984 12.054.605 1.196.425.878

Endurmat varanlegra rekstrarfjármuna

0 0 62.200.000 0 0 0 62.200.000

Endurmat eignarhluta

1.729.576 0   0 0 0 1.729.576

Endurmat eignarhluta í orlofsbyggðum

0 0 11.556.219 0 0 0 11.556.219

Afkoma skv. rekstrarreikningi

42.251.444 7.850.390 969.582 22.128.354 581.163 (3.846.281) 69.934.652

Eigið fé 31/12

253.877.491 214.162.075 260.819.306 600.687.982 4.091.147 8.208.324 1.341.846.325

 

Ársreikningar 2024

Til baka á forsíðu